Brúnkusprautun

Við Hjá Tan.is bjóðum uppá brúnkusprautun með Minetan Professional vörunum sem hentar öllum húðgerðum og húðlitum.

Við erum með einn besta brúnkuklefann sem völ er á í dag sem er með MicroWhirl tækni sem skapar jafna og nákvæma úðun.

Hvernig virkar brúnkusprautunin hjá Tan.is Þú mætir til okkar að Bíldshöfða 18 og í sameiningu við stelpurnar hjá okkur veljið þið lit sem hentar þinni húðgerð og húðlit. Eftir það ferð þú inn í klefa, og færð frá okkur hárnet, innlegg undir fætur og einnota g-streng Svo spreyjar sérþjálfaður starfsmaður (Kona) frá okkur þig frá toppi til táar. Eftir Brúnkusprautunina er brúnkan látin þorna í 3-4 mínútur. Ferlið tekur um 15-20 mínútur frá byrjun til enda.

Við erum staðsett að Bíldshöfða 18 á milli hárgreiðslu stofunnar og Tómstunda húsið