Notkun

Tan orðin 10

Sólarlaus, viðhaldslaus og hættulaus brúnka! Haltu þér við þessar leiðbeiningar til fá fullkomna útkomu úr MineTan brúsanum þínum.

Veldu þér réttan lit.

Taktu þér tíma í að finna litinn sem hentar þér best. Með þessu stutta prófi hjálpum við þér að finna réttu vöruna.  

Undirbúðu húðina

Passaðu að raka þig 24 – 48 tímum fyrir noktun. Notaðu rakakrem og skrúbbaðu húðina vel minnst fjórum tímum áður en þú berð á þig. Með þessari aðferð festist ekki litur í hársekkjum og þú færð bestu útkomuna.

Taktu frá tíma!

Hugsaðu fram í tíman og taktu frá nægan tíma fyrir brúnkuna þína! Ekki gleyma að þú verður að setja á þig brúnkuna, láta hana þorna í 10 mínútur og bíða svo í það minnsta eina klukkustund áður en þú ferð í sturtu til að fá jafna fallega áferð.

Aðferðin skiptir máli..

Notaðu MineTan application hanskan til að setja á þig brúnkufroðuna. Með því færðu jafna áferð. Berðu á þig með hringlaga hreyfingum, byrja á löppunum og vinna sig svo upp þaðan.

Bíddu með að fara í sturtu í 1 – 3 klst.

Þú ræður hversu dökk/ur þú vilt verða, brúnkan verður dýpri á einni til þremur klukkustundum. Gott er að klæða sig í stóran bol eða vefja utan um sig handklæði og forðast að snerta aðra hluti og vatn á meðan beðið er.

Ekki taka of langa sturtu.

Stilltu sturtuna á volgt vatn og láttu brúnkuna leka af þér, ekki þrífa þér með höndunum og nudda skinnið. 45 sekúndu sturta er fullkomin tími, dampaðu létt með handklæði til að þurrka þér án þess að eyðilegga nýja fallega litinn þinn.

Gefðu húðinni og brúnkunni það besta.

Eftir að þú ert búin/n að bera á þig brúnkufroðuna er frábært að bera á sig rakakrem daglega, það eykur líftíma brúnkunnar og heldur húðinni þinni heilbrigðri. Við mælum eindregið með MineTan Gradual Tan rakakreminu því það inniheldur ögn af lit og aloe vera til að næra húðina þína og viðhalda litnum sem best.

Ekki gleyma bakinu.

Ertu ekki með vin eða vinkonu til að hjálpa þér að setja á bakið? Engar áhyggjur við erum með lausnir á þessum vandamálum. Taktu MineTan applicator hanskan og settu hárburstan inní hann og festu með hárteygju. Núna ertu tilbúin til að bera sjálf/ur á bakið á þér.

Berðu höfuðið hátt !

Loksins ertu komin með þennan fallega sumarlega lit! Vertu stolt/ur af honum og njóttu aðdáunarverðu augnliti annara.

Segðu frá okkur!

Sannir vinir eru ekki að fela hluti fyrir hvor öðrum! Ertu ánægður með MineTan ? Segðu frá því, taktu myndir og taggaðu okkur á Instagram #minetan.is !