UNDIRBÚNINGUR FYRIR BRÚNKUMEÐFERÐ

Fyrir meðferð

Skrúbbaðu og notaðu rakakrem 24 tímum áður en þú mætir í  brúnkumeðferð, leggðu sérstaka áherslu á olnboga, hné, ökkla og vandamálasvæði.

Vaxaðu eða rakaðu að minnsta kosti 48 klukkustundum fyrir meðferð. Þetta gefur svitaholunum tíma til að lokast. Doppur í svitaholum geta birst ef þessu er ekki fylgt eftir.

Ekki nota rakakrem, ilmvatn, svitalyktareyði eða farða áður en þú kemur í brúnkumeðferð. 

Eftirmeðferð

Vertu í víðum og þæginlegum fötum. Þröng föt eða nærföt geta skilið eftir sig far. 

Við mælum með að leyfa brúnkunni að byggjast upp og dökkna í 4 til 6 klukkutíma. Þá er farið í létta sturtu í 45 sek undir volgu vatni.Mælst er með að nota ekki sturtugel,skrúbb,sjampó fyrstu 24 klst eftir meðferðina.

Því lengur sem brúnkan er látin liggja á, því dekkri verður brúnkan  (ekki lengur en 8 klukkustundir).

Dampið léttilega með handklæðinu þegar þú ert búin í sturtu. Gott er að nota rakakrem næstu daga,það tryggir að brúnkan endist lengur og haldist jöfn á. 

Forðastu að svitna eða synda fyrsta sólarhringinn eftir brúnku meðferðina.

Reyndu að snerta húðina sem minnst meðan brúnkan er að  byggjast upp.